Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ásgeir Einarsson
(1615–1702)
Prestur.
Foreldrar: Síra Einar Sigurðsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Helga Snorradóttir lögréttumanns að Varmalæk, Ásgeirssonar. Vígðist 1633 aðstoðarprestur föður síns, en skyldi jafnframt þjóna Tröllatungu. Hafði lengi umboð stólsjarða á Ströndum fyrir Brynjólf byskup. Þjónaði Garpsdal 1679–80. Tók son sinn, síra Snorra, er verið hafði 20 ár prestur í Kirkjubólsþingum, sér til aðstoðarprests 1689, sleppti prestskap 1700 og fluttist frá Tröllatungu 1701 að Rafnseyri; þar andaðist hann.
Kona 1: Sigríður Björnsdóttir að Múla á Skálmarnesi, Þorleifssonar.
Börn þeirra: Síra Snorri í Tröllatungu, Einar, Sigurður (lærði í skóla), Gísli á Gestsstöðum, Solveig óg. og bl., Björn, Guðlaug átti Jón Bjarnason á Nauteyri, bl., Helga átti síra Sigurð Hallsson á Rafnseyri.
Kona 2: Þuríður Jónsdóttir (nefnd Magnúsdóttir í einni ættartölubók). Dóttir þeirra: Solveig átti Guðmund Pétursson. Sagnir eru um síra Ásgeir og forspá hans (HÞ: SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Einar Sigurðsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Helga Snorradóttir lögréttumanns að Varmalæk, Ásgeirssonar. Vígðist 1633 aðstoðarprestur föður síns, en skyldi jafnframt þjóna Tröllatungu. Hafði lengi umboð stólsjarða á Ströndum fyrir Brynjólf byskup. Þjónaði Garpsdal 1679–80. Tók son sinn, síra Snorra, er verið hafði 20 ár prestur í Kirkjubólsþingum, sér til aðstoðarprests 1689, sleppti prestskap 1700 og fluttist frá Tröllatungu 1701 að Rafnseyri; þar andaðist hann.
Kona 1: Sigríður Björnsdóttir að Múla á Skálmarnesi, Þorleifssonar.
Börn þeirra: Síra Snorri í Tröllatungu, Einar, Sigurður (lærði í skóla), Gísli á Gestsstöðum, Solveig óg. og bl., Björn, Guðlaug átti Jón Bjarnason á Nauteyri, bl., Helga átti síra Sigurð Hallsson á Rafnseyri.
Kona 2: Þuríður Jónsdóttir (nefnd Magnúsdóttir í einni ættartölubók). Dóttir þeirra: Solveig átti Guðmund Pétursson. Sagnir eru um síra Ásgeir og forspá hans (HÞ: SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.