Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgeir Blöndal (Lárusson)

(10. febr. 1858–2. jan. 1926)

Læknir.

Foreldrar: Lárus sýslumaður Blöndal að Kornsá og kona hans Kristín Ásgeirsdóttir dbrm. og bókkbindara, Finnbogasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1872, varð stúdent 1878, með 2. einkunn (62 st.), próf úr læknaskóla 13. sept. 1882, með 1. einkunn (98 st.). Var í spítölum í Kh. 1882–3 (síðar tvívegis utanlands að fullkomna sig). Varð 28. apr. 1883 héraðslæknir í V.-Skaftafellssýslu, 28. júlí 1887 í Húsavík, 7. nóv. 1895, frá 1. júlí 1896, í Árnesþingi og átti heima á Eyrarbakka, fekk þar lausn 26. mars 1914, frá 1. apr. það ár; stundaði þar þó lækningar um hríð, en fluttist síðar til Húsavíkur og andaðist þar. R. af dbr. 26. mars 1914).

Gaf háskóla Íslands lækningabækur sínar. Eftir hann er: Líkams- og heilsufræði, Ak. 1924 (endurpr. 1926), og smágreinir í Hospitalstidende, Kh. 1895, og Læknabl.

Kona 1 (6. okt. 1884); Annika Emilía Konstance (f. 2. dec. 1862, d. 18. nóv. 1885) Pétursdóttir organleikara í Rv., Guðjónssonar.

Kona 2 (17. júní 1896): Kirstín Katrín (f. 19. sept. 1872) Þórðardóttir veræzlunarstjóra Gudjohnsens í Húsavík. Bl. með báðum konum sínum (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.