Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgeir Bjarnason

(13. maí 1853 – 3. febr. 1943)

. Bóndi.

Foreldrar: Bjarni (d. 17. maí 1866, 42 ára) Benediktsson í Knarrarnesi á Mýrum (prests í Hvammi í Norðurárdal, Björnssonar) og kona hans Þórdís (d. 21. apr. 1881, 64 ára) Jónsdóttir, hreppstjóra á Álftanesi, Sigurðsonar. Bóndi í Knarrarnesi.

Var einnig formaður á opnum bátum á Suðurnesjum og fyrir Mýrum. Lengi í hreppsnefnd og sýslunefnd; amtsráðsmaður 1892– 1907; búnaðarþingsfulltrúi 1907–19. Dvaldi síðari árin á Reykjum í Mosfellssveit.

Kona (11. mars 1887): Ragnheiður (d. 20. maí 1946, 91 árs) Helgadóttir í Vogi á Mýrum, Helgasonar. Börn þeirra: Bjarni sendiherra í Ósló, Helgi skrifstofumaður í Reykjavík, Þórdís átti Bjarna Benediktsson á Húsavík, Soffía óg. (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.