Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgeir (Þorsteinn) Sigurðsson

(28. sept. 1864–26. sept. 1935)

Kaupmaður.

Foreldrar: Sigurður Andrésson prests í Flatey, Hjaltasonar, og kona hans Hildur Jónsdóttir prests á Rafnseyri, Benediktssonar. Ólst upp með föðurbróður sínum, Jóni skólastjóra Andréssyni Hjaltalín, fyrst í Edinborg á Skotlandi, síðar á Möðruvöllum, og varð realstúdent úr Möðruvallaskóla 1882, stundaði síðan verzlunarstörf í Skotlandi. Setti upp verzlun („Edinborg“) í Rv. (1895) og stýrði henni til æviloka. Talinn til hinna merkari kaupmanna í Rv. og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var umboðsmaður Bretastjórnar og var t.d. í fálkaorðunefnd, str. með stj. þar, R. af dbr. og C.B.E., og er það enskt heiðursmerki.

Ritstj. að Bindindistíðindum, Ak. 1884–5; að Jóni rauða, Oddeyri 1886.

Kona hans (skozk): Milly Oliver.

Sonur þeirra Walter verzlunarm. hjá föður sínum.

Launsonur Ásgeirs (með Þórdísi Hafliðadóttur í Rv.): Haraldur leikari (BB. Sýsl.; Óðinn I; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.