Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ari Þorleifsson
(1711 fremur en 1710–25. maí 1769)
Prestur.
Foreldrar: Síra Þorleifur síðast prófastur að Múla í Aðaldal Skaftason og f. k. hans Ingibjörg Jónsdóttir að Nautabúi Hólaráðsmanns, Þorsteinssonar. F. á Kálfsstöðum í Hjaltadal. Lærði í heimaskóla hjá föður sínum og varð stúdent frá honum 1734. Bjó um hríð í Klömbur í Hvömmum og Núpum í Aðaldal. Var óvild mikil með honum og síra Þórði Guðmundssyni á Grenjaðarstöðum, enda var ætlað, að hann hefði átt barn með Guðrúnu, systur síra Þórðar. Fekk uppreisn fyrir að hafa átt of snemma barn með konu sinni.
Vígðist 2. febr. 1750 aðstoðarprestur síra Ólafs Þorlákssonar í Mývatnsþingum, en var þar skamma stund, með því að hann fekk eigi jarðnæði, gegndi stutta stund settur Nessókn í Aðaldal, en fekk sama sumar Miðgarða í Grímsey. Þar veiktust kona hans og börn, með því að þau þoldu ekki vatnið í eyjunni, og varð hann að koma þeim fyrir á landi. Sjálfur fór hann þaðan alfari 1754 og fekk 17. júlí s.á. Tjörn í Svarfaðardal; þar var hann til dauðadags, en hafði nokkuru fyrir (23. jan. 1769) sagt lausu prestakallinu, vegna sjúkdóms (átumeins í neðri vör). Síra Ari var mikilmenni, harðger og hraustur, sem hann átti kyn til, bráðlyndur, en raungóður; raddmaður mikill, skýr og minnugur, gagnorður og kröftugur í kenningum. Þjóðsagnir eru um hann, og munu sumar illmæli eitt.
Kona 1 (1742): Helga (d. 1756) Þórðardóttir að Yzta Felli í Kinn, Magnússonar.
Börn þeirra, er upp komust: Jón smiður, bjó á ýmsum stöðum í Svarfaðardal, Þorleifur stúdent, sem nefndi sig Adaldahl eða Adeldahl, María kona Ara trésmiðs Ólafssonar á Skútustöðum.
Kona 2 (2. nóv. 1757): Þorkatla (f. um 1727, d. 5. apr. 1798) Sigurðardóttir prests á Barði, Einarssonar.
Börn þeirra, er upp komust: Þorsteinn stúdent, Ari læknir á Flugumýri, Jóhannes (kom í Hólaskóla 1782, en var þar stutta stund), bjó að Syðri Brekkum, en síðar að Nautabúi í Hjaltadal, Ragnhildur kona Henriks Eiríkssonar að Reykjum í Tungusveit (HÞ.; sagnir í Blöndu TI; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Þorleifur síðast prófastur að Múla í Aðaldal Skaftason og f. k. hans Ingibjörg Jónsdóttir að Nautabúi Hólaráðsmanns, Þorsteinssonar. F. á Kálfsstöðum í Hjaltadal. Lærði í heimaskóla hjá föður sínum og varð stúdent frá honum 1734. Bjó um hríð í Klömbur í Hvömmum og Núpum í Aðaldal. Var óvild mikil með honum og síra Þórði Guðmundssyni á Grenjaðarstöðum, enda var ætlað, að hann hefði átt barn með Guðrúnu, systur síra Þórðar. Fekk uppreisn fyrir að hafa átt of snemma barn með konu sinni.
Vígðist 2. febr. 1750 aðstoðarprestur síra Ólafs Þorlákssonar í Mývatnsþingum, en var þar skamma stund, með því að hann fekk eigi jarðnæði, gegndi stutta stund settur Nessókn í Aðaldal, en fekk sama sumar Miðgarða í Grímsey. Þar veiktust kona hans og börn, með því að þau þoldu ekki vatnið í eyjunni, og varð hann að koma þeim fyrir á landi. Sjálfur fór hann þaðan alfari 1754 og fekk 17. júlí s.á. Tjörn í Svarfaðardal; þar var hann til dauðadags, en hafði nokkuru fyrir (23. jan. 1769) sagt lausu prestakallinu, vegna sjúkdóms (átumeins í neðri vör). Síra Ari var mikilmenni, harðger og hraustur, sem hann átti kyn til, bráðlyndur, en raungóður; raddmaður mikill, skýr og minnugur, gagnorður og kröftugur í kenningum. Þjóðsagnir eru um hann, og munu sumar illmæli eitt.
Kona 1 (1742): Helga (d. 1756) Þórðardóttir að Yzta Felli í Kinn, Magnússonar.
Börn þeirra, er upp komust: Jón smiður, bjó á ýmsum stöðum í Svarfaðardal, Þorleifur stúdent, sem nefndi sig Adaldahl eða Adeldahl, María kona Ara trésmiðs Ólafssonar á Skútustöðum.
Kona 2 (2. nóv. 1757): Þorkatla (f. um 1727, d. 5. apr. 1798) Sigurðardóttir prests á Barði, Einarssonar.
Börn þeirra, er upp komust: Þorsteinn stúdent, Ari læknir á Flugumýri, Jóhannes (kom í Hólaskóla 1782, en var þar stutta stund), bjó að Syðri Brekkum, en síðar að Nautabúi í Hjaltadal, Ragnhildur kona Henriks Eiríkssonar að Reykjum í Tungusveit (HÞ.; sagnir í Blöndu TI; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.