Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Þórðarson

(1689–1771)

.

Bóndi á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal og lögréttumaður.

Foreldrar: Þórður (nefndur Poka-Þórður) Árnason á Arnheiðarstöðum (á Móbergi í Langadal, Þorleifssonar) og kona hans Oddný Pálsdóttir af ætt Þorsteins jökuls. Talinn auðmaður, átti margar jarðir, enda nefndur Árni auðgi. Kona: Kristín Brynjólfsdóttir á Melrakkanesi, Guðmundssonar, bróðurdóttir Bessa sýslumanns.

Frá Árna og Kristínu er talin Arnheiðarstaðaætt. Börn þeirra: Jón sýslumaður í Snæfellsnessýslu, Þórður á Arnheiðarstöðum og síðar á Eiðum, Bessi á Ormarsstöðum, Sigríður átti síra Halldór Gíslason á Desjarmýri, Oddný átti síra Grím Bessason á Hjaltastað, Guðrún átti Hans sýslumann Wium (Einar Jónsson: Ættir Austfirðinga; Blanda IV; H.St.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.