Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Þórðarson

(11. okt. 1801–19. júní 1851)

Umboðsmaður.

Foreldrar: Þórður Pálsson á Kjarna í Eyjafirði og kona hans Björg Halldórsdóttir frá Æsustöðum í Eyjafirði, Björnssonar. F. á Sörlastöðum í Fnjóskadal og var þegar tekinn til fósturs af móðurbróður sínum, síra Birni Halldórssyni að Eyyjadalsá, síðar í Garði, sem ól hann upp og kenndi honum skólalærdóm í 6 vetur, en stúdent úr heimaskóla frá síra Gísla dr. Brynjólfssyni að Hólmum 15. júlí 1825, með vitnisburði í betra meðallagi. Missti rétt til prestskapar, með því að kona hans átti barn 7 vikum eftir brúðkaupið, en fekk uppreisn 18. apr. 1827. Setti 1826 bú í Ólafsgerði í Kelduhverfi, skipaður umboðsmaður norðurhluta Munkaþverárklausturs 27. sept. 1827 og fluttist að Núpi í Öxarfirði vorið 1828, að Staðarlóni vorið 1830, að Nýjabæ í Kelduhverfi vorið 1832, en 1837 að Árnanesi í sömu sveit og var þar til dauðadags. Um hríð hreppstjóri í Kelduhverfi.

Drukknaði í Djúpá í Kinn. Var vel að sér og dugnaðarmaður, en á síðustu árum veiklaður á geðsmunum.

Kona (3. jan. 1826). Jóhanna (d. 14. febr. 1873) Gunnarsdóttir að Ærlæk, Þorsteinssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Kristján að Víkingavatni, Björn í Grjótnesi og víðar, fór til Vesturheims 1874 (Lbs. 48, fol.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.