Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Þórarinsson

(20.jan.1860 –3. febr. 1948)

. Prestur. Foreldrar: Þórarinn (d. 1. júlí 1866, 41 árs) jarðyrkjum. Árnason í Götu í Hrunamannahreppi, síðar á Stóra-Hrauni á Eyrarbakka, og kona hans, Ingunn (d. 4. júlí 1909, 83 ára) Magnúsdóttir alþingismanns í SyðraLangholti í Flóa, Andréssonar.

Stúdent í Reykjavík (utan skóla) 1884, með 3. einkunn (58 st.). Lauk prófi í prestaskóla 27. ág. 1886 með 2. eink. betri (39 st.). Veitt Miklaholtsprestakall 31. ág.1886; vígður 12. sept. s.á. Sat í Miklaholti (tvisvar), Skógarnesi og Rauðamel ytra, en frá 1907 á Stóra-Hrauni.

Settur prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi frá 6. júní 1916 til jafnlengdar 1917 og aftur 4. ág. 1923; skipaður 18. okt. s. á.

Fekk lausn frá embætti 6. mars 1934 frá 1. júní s.á.; fluttist þá til Rv. og átti þar heima til æviloka. Var sýslunefndarmaður 1923–31. Var fróður í sögu og bókmenntum og kunnur fyrir ágæta frásagnargáfu. Ævisaga hans, sögð af honum sjálfum, en rituð af Þórbergi Þórðarsyni, var pr. í Rv. í 6 bindum (1945–50). Ritstörf: Greinar í Jörð II, IV og V og í Lesbók Morgunblaðsins I. Kona (4. maí 1894): Anna María Elísabet (f. 22. febr. 1877) Sigurðardóttir í Syðra-Skógarnesi, Kristjánssonar. Börn þeirra: Ingunn átti Kristján framkv.stj. Einarsson, Þórarinn á Stóra-Hrauni og síðar í Rv., Kristín átti fyrr Hjalm Waag skólastj. í Færeyjum og síðar Svein yfirprentara Helgason, Anna átti Pál verkstjóra Þorbergsson í Rv., Þóra átti Eymund skipstjóra Magnússon, Sigurður bókari í Rv., Magnús á Stóra-Hrauni og síðar í Rv., Ingibjörg Guðrún átti fyrr Hafliða rafvirkjameistara í Rv. Gíslason, svo Gunnar Guðmundsson á Reykjum á Reykjaströnd, Guðmundur Snæbjörn kaupmaður í Rv., Einar pípulagningamaður í Rv., Gyða átti Einar kaupm. Eyjólfsson í Rv. (BjM. Guðfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.