Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Árni Þórarinsson
(19. ágúst 1741–5. júlí 1787)
Byskup.
Foreldrar: Síra Þórarinn Jónsson í Hjarðarholti og kona hans Ástríður Magnúsdóttir prests í Hvammi í Hvammssveit, Magnússonar. Eftir lát föður síns (1752) fór hann til Arnórs sýslumanns Jónssonar í Belgsholti, sem átti föðursystur hans og lét kenna honum undir skóla, 3 vetur hjá síra Eiríki Brynjólfssyni í Miðdal, 2 vetur hjá Þórði stúdent, syni Arnórs sýslumanns. Tekinn í Skálholtsskóla 1758, stúdent þaðan 12. maí 1760, skráður í stúdentatölu í háskólanum 19. dec. 1761, lauk prófi í heimspeki 1763, með 1. einkunn, baccalaureus í maí 1764, en lauk embættisprófi með 1. einkunn í guðfræði 14. sept. 1766. Kom heim 1767 og kenndi 2 vetur hjá kaupmanni á Eyrarbakka, fekk veiting fyrir Seltjarnarnesþingum 13. júní 1769, vígðist 3. júlí s. á., bjó á Lambastöðum. Prófastur í Kjalarnesþingi 16. júní 1781, en fekk Odda á Rangárvöllum 4. júlí s. á. Fluttist þangað vorið 1782.
Boðaður utan sama ár til þess að taka að sér byskupsembætti á Hólum, en fór ekki fyrr en haustið 1783, kvaddur til byskups 17. mars 1784 og tók vígslu 12. apr. s. á.
Gáfu- og dugnaðarmaður mikill, en stórlyndur og eigi vinsæll, lengstum heilsutæpur. Ritstörf: „Velmente Tanker om geistlig Gavmildhed' “, Kh. 1770 (í handriti í Lbs.: Altarisbók (þ. e. messubók).
Kona (1770): Steinunn (f. 28. okt. 1737, d. 7. nóv. 1799) Arnórsdóttir sýslumanns Jónssonar (þau systkinabörn).
Börn þeirra, sem upp komust: Síra Magnús í Steinnesi, Guðmundur stúdent, síra Páll að Bægisá, Jóhann kennari í Reykjavíkurskóla eldra, síra Arnór aðstoðarprestur á Bergsstöðum (Útfm., Leirárg. 1800; Bps. JH., TI. bindi; HÞ. Guðfr.; HÞ: Árni Þórðarson (1315–18. júní 1361). Hirðstjóri.
Foreldrar: Þórður Kolbeinsson Auðkýlings (Bjarnasonar) og Halldóra Þorvaldsdóttir í Langahlíð, Geirssonar. Fekk hirðstjórn með 3 öðrum 1357 og hélt til 1360. Fyrir aftöku manns eins, konu hans og sonar var hann dæmdur og líflátinn í Lambey að tilhlutan Smiðs hirðstjóra og Jóns lögmanns skráveifu Guttormssonar, en skærur höfðu verið með þeim.
Börn hans: Ásgeir sýslumaður, Þórður, Ingileif átti Jón Hákonarson í Víðidalstungu (Dipl. Isl.; Ísl. Ann.; BB. Sýsl.; SD.).
Byskup.
Foreldrar: Síra Þórarinn Jónsson í Hjarðarholti og kona hans Ástríður Magnúsdóttir prests í Hvammi í Hvammssveit, Magnússonar. Eftir lát föður síns (1752) fór hann til Arnórs sýslumanns Jónssonar í Belgsholti, sem átti föðursystur hans og lét kenna honum undir skóla, 3 vetur hjá síra Eiríki Brynjólfssyni í Miðdal, 2 vetur hjá Þórði stúdent, syni Arnórs sýslumanns. Tekinn í Skálholtsskóla 1758, stúdent þaðan 12. maí 1760, skráður í stúdentatölu í háskólanum 19. dec. 1761, lauk prófi í heimspeki 1763, með 1. einkunn, baccalaureus í maí 1764, en lauk embættisprófi með 1. einkunn í guðfræði 14. sept. 1766. Kom heim 1767 og kenndi 2 vetur hjá kaupmanni á Eyrarbakka, fekk veiting fyrir Seltjarnarnesþingum 13. júní 1769, vígðist 3. júlí s. á., bjó á Lambastöðum. Prófastur í Kjalarnesþingi 16. júní 1781, en fekk Odda á Rangárvöllum 4. júlí s. á. Fluttist þangað vorið 1782.
Boðaður utan sama ár til þess að taka að sér byskupsembætti á Hólum, en fór ekki fyrr en haustið 1783, kvaddur til byskups 17. mars 1784 og tók vígslu 12. apr. s. á.
Gáfu- og dugnaðarmaður mikill, en stórlyndur og eigi vinsæll, lengstum heilsutæpur. Ritstörf: „Velmente Tanker om geistlig Gavmildhed' “, Kh. 1770 (í handriti í Lbs.: Altarisbók (þ. e. messubók).
Kona (1770): Steinunn (f. 28. okt. 1737, d. 7. nóv. 1799) Arnórsdóttir sýslumanns Jónssonar (þau systkinabörn).
Börn þeirra, sem upp komust: Síra Magnús í Steinnesi, Guðmundur stúdent, síra Páll að Bægisá, Jóhann kennari í Reykjavíkurskóla eldra, síra Arnór aðstoðarprestur á Bergsstöðum (Útfm., Leirárg. 1800; Bps. JH., TI. bindi; HÞ. Guðfr.; HÞ: Árni Þórðarson (1315–18. júní 1361). Hirðstjóri.
Foreldrar: Þórður Kolbeinsson Auðkýlings (Bjarnasonar) og Halldóra Þorvaldsdóttir í Langahlíð, Geirssonar. Fekk hirðstjórn með 3 öðrum 1357 og hélt til 1360. Fyrir aftöku manns eins, konu hans og sonar var hann dæmdur og líflátinn í Lambey að tilhlutan Smiðs hirðstjóra og Jóns lögmanns skráveifu Guttormssonar, en skærur höfðu verið með þeim.
Börn hans: Ásgeir sýslumaður, Þórður, Ingileif átti Jón Hákonarson í Víðidalstungu (Dipl. Isl.; Ísl. Ann.; BB. Sýsl.; SD.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.