Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Árni Þorvaldsson
(30. ág. 1874 – 10. febr. 1946)
. Yfirkennari.
Foreldrar: Síra = Þorvaldur (Gunnlaugur Þ.) Stefánsson í Hvammi í Norðurárdal og seinni kona hans, Kristín Jónsdóttir prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Sigurðssonar. Stúdent í Reykjavík 1896, með 1. einkunn (97 st.). Hóf sama ár nám í málfræði við háskólann í Kh. og var enska aðalgrein hans, en franska og þýzka aukagreinar. Cand. mag. í Kh. í júní 1905 með 1. eink. (5146).
Stundakennari við menntaskólann í Reykjavík 1905–09. Skipaður 2. kennari við gagnfræðaskólann á Akureyri 14. júlí 1909, frá 1. okt. s. á., og fastakennari við menntaskólann þar frá stofnun hans, 1930. Settur skólameistari gagnfræðaskólans 1919–20, í fjarveru skólameistara, og frá í jan. 1921 til skólaársloka það ár. Fekk lausn frá embætti frá 1. febr. 1941. Átti heima á Akureyri til æviloka.
Ferðaðist á fyrri árum víða um Evrópu. Var í stjórn stúdentafél. Akureyrar í nokkur ár. Var skáldmæltur. Ritstörf: Ferð til Alpafjalla, Rv. 1919; Nýtt skólafyrirkomulag, í Iðunni, 4. árg.; Ensk málmyndalýsing eftir Otto Jespersen, þýðing með Böðvari Kristjánssyni; þýdd og frumsamin kvæði. Kona (21 júlí 1929): Jónasína Elín (f. 2. júlí 1894) Hallgrímsdóttir sjómanns á Akureyri, Indriðasonar; þau bl. (Br7.; Bjarni Jónsson: Ísl. Hafnarstúdentar).
. Yfirkennari.
Foreldrar: Síra = Þorvaldur (Gunnlaugur Þ.) Stefánsson í Hvammi í Norðurárdal og seinni kona hans, Kristín Jónsdóttir prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Sigurðssonar. Stúdent í Reykjavík 1896, með 1. einkunn (97 st.). Hóf sama ár nám í málfræði við háskólann í Kh. og var enska aðalgrein hans, en franska og þýzka aukagreinar. Cand. mag. í Kh. í júní 1905 með 1. eink. (5146).
Stundakennari við menntaskólann í Reykjavík 1905–09. Skipaður 2. kennari við gagnfræðaskólann á Akureyri 14. júlí 1909, frá 1. okt. s. á., og fastakennari við menntaskólann þar frá stofnun hans, 1930. Settur skólameistari gagnfræðaskólans 1919–20, í fjarveru skólameistara, og frá í jan. 1921 til skólaársloka það ár. Fekk lausn frá embætti frá 1. febr. 1941. Átti heima á Akureyri til æviloka.
Ferðaðist á fyrri árum víða um Evrópu. Var í stjórn stúdentafél. Akureyrar í nokkur ár. Var skáldmæltur. Ritstörf: Ferð til Alpafjalla, Rv. 1919; Nýtt skólafyrirkomulag, í Iðunni, 4. árg.; Ensk málmyndalýsing eftir Otto Jespersen, þýðing með Böðvari Kristjánssyni; þýdd og frumsamin kvæði. Kona (21 júlí 1929): Jónasína Elín (f. 2. júlí 1894) Hallgrímsdóttir sjómanns á Akureyri, Indriðasonar; þau bl. (Br7.; Bjarni Jónsson: Ísl. Hafnarstúdentar).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.