Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Þorvaldsson

(24. maí 1824– 3. nóv. 1901)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Þorvaldur Oddsson í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík og á Stórahólmi í Leiru og kona hans Margrét Ólafsdóttir. Hóf búskap á Stórhólmi; bóndi á Meiðastöðum í Garði 1857–84; hreppstjóri lengst af þar; bóndi á Innra-Hólmi hjá Akranesi frá 1884 til æviloka; gegndi og hreppstjórn þar. Var allmikill framkvæmdamaður; endurreisti meðal annars Innra-Hólmskirkju, sem hafði legið niðri nær 100 ár.

Kona 1 (29. okt. 1853): Solveig Þórðardóttir á Flankastöðum, Ólafssonar. Af börnum þeirra komust upp tvær dætur: Kristín, Gunnvör átti Magnús Ísleifsson. Kona 2 (27. nóv. 1869): Ragnhildur (d. 20. ág. 1922, 81 árs) Ísleifsdóttir úr Álftaveri í Skaftafellssýslu. Þrjár dætur þeirra komust upp: Solveig, Margrét átti Pál Friðriksson, Þuríður átti Sigurð Jónsson.

Launsonur hans (með Guðbjörgu Sigurðardóttur): Guðmundur. Laundóttir hans (með Sigríði Erlendsdóttur): Elín átti Árna Grímsson (A.G.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.