Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Þorsteinsson

(24. jan. [15. jan., Vitæ]– 1754–15. okt. 1829)

Prestur.

Foreldrar: Þorsteinn Árnason á Sævarlandi í Þistilsfirði (d. 1776) og Þórdís Jónsdóttir prests yngra á Presthólum, Þorvaldssonar. F. að Presthólum. Ólst upp hjá síra Stefáni Þorleifssyni á Presthól-. um, sem kenndi honum undir skóla (enda almennt talinn sonur hans). Tekinn í Hólaskóla 1772, stúdent þaðan 9. apr. 1775, talinn í stúdentsvottorðinu afbragðsnámsmaður. Var síðan 2 ár hjá fóstra sínum, en þá 4 ár (1777–81) skrifari hjá Pétri sýslumanni Þorsteinssyni á Ketilsstöðum á Völlum. Vígðist 5. ág. 1781 aðstoðarperstur síra Skafta Árnasonar að Hofi í Vpnafirði og fekk það prestakall 17. júní 1782, eftir lát hans.

Prófastur í Norður-Múlasýslu 1789 (settur 28. jan., skipaður 28. okt.), en sagði því starfi af sér 1810. Fekk 12. mars 1791 Kirkjubæ í Tungu og var þar til dauðadags, en 1821 tók hann sér aðstoðarprest, síra Benedikt Þórarinsson (síðast í Heydölum.

Þókti hinn merkasti maður. Ritstörf: Æviminning Péturs sýslumanns Þorsteinssonar, Kh. 1820. Í handriti: Niðjar Þorsteins sýslumanns Finnbogasonar í Hafrafellstungu og síra Ólafs Guðmundssonar í Sauðanesi, sem hann sendi Jóni Espólín (nú í Lbs.).

Kona (1783): Björg (f. 1749, d. 1. mars 1839) Pétursdóttir sýslumanns, Þorsteinssonar, ekkja Guttorms varasýslumanns Hjörleifssonar.

Börn þeirra: Síra Stefán á Valþjófsstöðum, Sigurður var fáráðlingur, Sigfús aðstoðarprestur að Dvergasteini, Þórdís óg. og bl., Sigríður átti síra Þorstein Jónsson aðstoðarprest á Klifstað, Stefán annar, dó ung„ur (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.