Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Þorsteinsson

(17. mars 1851–15. ág. 1919)

Prestur.

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson í Úthlíð, síðast í Stöðlakoti í Rv., og kona hans Sesselja Árnadóttir í Naustum í Eyjafirði, Sigurðssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1871, stúdent 1878, með 2. einkunn (63 st.), guðfræðapróf úr prestaskóla 1880, með 2. einkunn betri (41 st.). Vígðist 22. ág. 1880 aðstoðarprestur síra Jóns Austmanns í Saurbæ í Eyjafirði, fekk Ríp 1. febr. 1881, Kálfatjörn 30. júní 1886 og hélt til æviloka. Sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu 1908–18.

Kona (15. dec. 1878): Ingibjörg Valgerður (f. 21. dec. 1848, d. 14. júní 1925) Sigurðardóttir í Þerney, Arasonar.

Börn þeirra: Þorsteinn, Sigurður, Gróa átti Þorstein bankafulltrúa í Rv. Jónsson, Sesselja átti Helga bakara Eiríksson frá Karlsskála, Steinunn, Arndís átti Ársæl Ágústsson skálds, Jónssonar (frá Fljótsdal) (fóru til Vesturheims), Margrét átti Egil veitingamann Benediktsson í Rv., Kristrún (Bjarmi, 13. árg.; JKr. Prest.; SGrBf.; BjM. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.