Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Þorsteinsson

(1693–29. dec. 1768)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Þorsteinn sýslumaður Benediktsson í Bólstaðarhlíð og kona hans Halldóra Erlendsdóttir prests á Mel í Miðfirði.

Tekinn í Skálholtsskóla 1708, stúdent þaðan 1712. Bjó síðan á föðurleifð sinni, Bólstaðarhlíð, frá 1714 til dauðadags; talinn atkvæðamaður og höfðingi í bændastétt, en tók aldrei völd, gerði mörgum manni gott. Hafði um hríð umboð stólsjarða í Húnavatnsþingi (frá 1738).

Setudómari var hann og í illyrðamáli Bjarna Halldórssonar á Þingeyrum við Jóhann Gottrup (1740). Getið er Ára í þætti af Hlíðar-Halldóru, móður hans, eftir Gísla Konráðsson og ekki lofsamlega.

Kona 1: Halldóra (d. af barnsförum 27. dec. 1730) Jónsdóttir prests eldra í Miklabæ, Þorvaldssonar.

Börn þeirra: Halldóra átti síra Jón Björnsson að Auðkúlu, Jón ráðsmaður á Hólum, bjó í Bólstaðarhlíð, Steinunn átti Einar Jónsson í Krossanesi á Vatnsnesi, Jón annar (var ekki með réttu ráði), Bjarni (dó ungur).

Kona 2: Ólöf (d. 1766) Jónsdóttir frá Æsustöðum í Langadal.

Börn þeirra: Guðrún átti Guðmund Ólafsson frá Steiná, Sigurður, ókv., fatlaður aumingi (varð úti í Bólstaðarhlíð 31. dec. 1769), Einar (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.