Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Þorláksson (Staða-Árni)

(1237–17. apr. 1298)

Byskup í Skálholti 1269–98.

Foreldrar: Þorlákur Guðmundsson (gríss) að Svínafelli og víðar og kona hans Halldóra, dóttir Orms í Holtum. Tók ungur hinar lægri vígslur og var með Brandi ábóta í Þykkvabæ og síðan að Hólum, er hann varð byskup þar, en vígðist prestvígslu í Skálholti eftir lát hans og fekk þá staðarforráð að Hólum, en varð síðan trúnaðarmaður Sigvarðs byskups Þéttmarssonar í Skálholti, er elli og vanmáttur tók að sækja á hann, og vígðist að Niðarósi eftirmaður hans eftir kjöri presta syðra. Átti hann deilur miklar við leikmenn, hélt mjög fram valdi kirkjunnar og setti nýjan kristinrétt, sem við hann er kenndur. Lauk deilum þeim með sáttargerð 1297, og skyldu kirkjustaðir, þeir er kirkja ætti hálfa eða meira vera í umsjá kirkjuvalds, hinir leikmanna. Er um hann sérstök saga, og hefir systursonur hans, Árni byskup Helgason, samið hana. Andaðist í Björgvin og var jarðsettur að Munklífi þar (Bpss bm lsssDipl ss IslSTsl: An;.; Safn 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.