Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Þorleifsson

(um 1670–1744)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorleifur Kláusson að Útskálum og kona hans Þórunn Magnúsdóttir sýslumanns á Leirubakka, Bjarnasonar. Fekk Hvalsnes 1698, en Arnarbæli í Ölfusi 1707 og tók við staðnum árið eftir.

Varð prófastur gegn mótmælum sínum í Árnesþingi 1726 og hélt þangað til skömmu fyrir dauða sinn. Síra Árni hélt aðstoðarpresta, 1717–20 síra Einar Hálfdanarson og 1728–44 síra Jón Andrésson. Hann andaðist með þeim hætti, að hann féll af baki, einn á ferð um nótt, og fannst morguninn eftir örendur í Sandá, sem er í milli Auðsholts og Arnarbælis. Hann virðist stundum hafa verið nokkuð fljótfær í prófastsverkum og varð fyrir sektum og áminningum.

Kona 1: Guðrún (f. um 1666, d. af barnsförum 1704).

Börn þeirra: Þorleifur í Kraga á Rangárvöllum, Helga átti Pál sýslumann Axelsson.

Kona 2 (1708). Katrín (f. um 1663) Torfadóttir prests í Gaulverjabæ, Jónssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.