Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Þorkelsson

(um 1827–30–S8. maí 1901)

Hreppstjóri, ættfræðingur, skáld.

Foreldrar: Þorkell Þórðarson (að Núpum, Þorkelssonar á Melum í Svarfaðardal). Bjó í Sandvík í Grímsey. Var helzti fyrirmaður eyjarbúa, enda vel gefinn. Eftir hann er skáldsaga og ættartölubók í Lbs. og kvæði bæði þar og í blöðum.

Sonur hans fyrir hjónaband: Þorkell.

Kona: Kristjana Guðmundsdóttir (heimildir helzt BrSv.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.