Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Þorkelsson

(1730–22. dec. 1801)

Skáld.

Faðir: Þorkell Jónsson að Skarði í Gönguskörðum. Er oftast talinn frá Meyjarlandi (mun hafa dvalizt þar fram eftir ævi, hjá bróður sínum, er Þorkell hét). En lengstum er hann kenndur við Búðir, en svo stendur á því, að hann fluttist þangað og bjó þar í grennd í koti, sem nefnt var Arabía. Kvæði eru eftir hann í Lbs. og enn fremur ríma um drukknan Eggerts Ólafssonar.

Kona 1: Ingileif (d. 1787) Bjarnadóttir.

Börn þeirra: Sigríður (f. 8. jan. 1763), Elín (f. 8. okt. 1766).

Kona 2: Guðríður (f. 1745) Jónsdóttir, þau bl.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.