Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Ólafsson, mildi

(– – 1425)

Byskup í Skálholti 1413–25.

Faðir (?): Ólafur hirðstjóri Pétursson, Halldórssonar (SD.). Var prestur í Noregi um tíma. Í Róm 1405 settur penitentiarius öllum norrænum mönnum. Síðan enn prestur í Noregi. Vígðist byskup 10. okt. 1413, í umboði páfa, og er þá í páfabréfi nefndur kanoki af Ágústínusreglu. Kom til Íslands 1415. Hafði um hríð hirðstjórn.

Var ör á fé og heldur lítill fjárgæzlumaður. Var ekki á Íslandi frá 1419, og var grunur á um dauða hans (Dipl. Isl.; Ísl. Ann.; Safn 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.