Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Ólafsson

(um 1672–1709)

Prestur. Ætterni óvíst (má vera sonur Ólafs Eiríkssonar prests, Höskuldssonar, og Hróðnýjar Jónsdóttur). Stúdent úr Hólaskóla um 1691. Var eftir það hjá síra Ólafi Ásmundssyni í Kirkjubæ í Tungu. Vígðist um 1702 aðstoðarprestur síra Orms Jónssonar að Hálsi í Hamarsfirði og var það til dauðadags.

Kona: Ingibjörg Ásmundsdóttir að Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð, Ólafssonar; þau bl., enda var hún 20 árum eldri (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.