Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Árni Ólafsson
(1721–23. febr. 1774)
Prestur.
Launsonur Ólafs lögsagnara (d. 1761) Jónssonar á Eyri og Elísabetar Þórðardóttur. Tekinn í Skálholtsskóla 1740, stúdent 6. júní 1747 (var ekki í skólanum vegna veikinda veturinn 1741–2). Vígðist 13. okt. 1748 aðstoðarprestur síra Árna Franzsonar í Hruna, fekk veiting fyrir Ólafsvöllum 1751, fluttist þangað 1752, fekk Gufudal 1756 og var þar til dauðadags. Var búhöldur mikill og fjáraflamaður og talinn heldur viðsjáll og harðdrægur, stríðlyndur og ekki mjög vinsæll, en talinn allgóður klerkur.
Kona: Guðrún (f. 1725, d. 1785) Jónsdóttir að Múla í Byskupstungum, síðar í Þverspyrnu í Ytrahrepp, Skæringssonar.
Börn þeirra: Elísabet átti fyrst Jón beyki Gunnarsson í Bíldudal (bl.), síðan síra Jón Sigurðsson á Rafnseyri (miðkona hans, þau bl.), Jón beykir í Stykkishólmi, fór utan og dó utanlands, Ólafur í Garpsdal í Geiradal, síðar í Guðlaugsvík í Hrútafirði, Guðrún átti síra Helga Einarsson á Eyri í Skutulsfirði, Þóra átti Árna Magnússon að Hóli í Bolungarvík, Helga átti Ara að Reykhólum, Jónsson prests í Tröllatungu, Ólafssonar (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Launsonur Ólafs lögsagnara (d. 1761) Jónssonar á Eyri og Elísabetar Þórðardóttur. Tekinn í Skálholtsskóla 1740, stúdent 6. júní 1747 (var ekki í skólanum vegna veikinda veturinn 1741–2). Vígðist 13. okt. 1748 aðstoðarprestur síra Árna Franzsonar í Hruna, fekk veiting fyrir Ólafsvöllum 1751, fluttist þangað 1752, fekk Gufudal 1756 og var þar til dauðadags. Var búhöldur mikill og fjáraflamaður og talinn heldur viðsjáll og harðdrægur, stríðlyndur og ekki mjög vinsæll, en talinn allgóður klerkur.
Kona: Guðrún (f. 1725, d. 1785) Jónsdóttir að Múla í Byskupstungum, síðar í Þverspyrnu í Ytrahrepp, Skæringssonar.
Börn þeirra: Elísabet átti fyrst Jón beyki Gunnarsson í Bíldudal (bl.), síðan síra Jón Sigurðsson á Rafnseyri (miðkona hans, þau bl.), Jón beykir í Stykkishólmi, fór utan og dó utanlands, Ólafur í Garpsdal í Geiradal, síðar í Guðlaugsvík í Hrútafirði, Guðrún átti síra Helga Einarsson á Eyri í Skutulsfirði, Þóra átti Árna Magnússon að Hóli í Bolungarvík, Helga átti Ara að Reykhólum, Jónsson prests í Tröllatungu, Ólafssonar (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.