Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Árni Árnason
(9. jan. 1875– 3. júní 1941)
. Bóndi, umboðsmaður. Foreldrar: Árni Sigurðsson í Höfnum á Skagaströnd og fyrri kona hans Margrét Guðmundsdóttir í Skyttudal og víðar, Árnasonar. Lauk gagnfræðaprófi á Möðruvöllum 1893. Bjó á Höfðahólum á Skagaströnd og var síðan kenndur við þann bæ. Fluttist til Reykjavíkur og átti þar heima um aldarfjórðung, til æviloka.
Umboðsmaður Þingeyraklaustursjarða frá 7. júní 1905 til 29. júní 1910. Lét stjórnmál mjög til sín taka, einkum í Húnaþingi.
Kona 1 (11. nóv. 1895): Ingibjörg (d. 1931) Pálsdóttir á Ytri-Skál í Köldukinn og Réttarholti á Skagaströnd, Ólafssonar. Börn þeirra: Árni stýrimaður (dáinn), Steindór skipstjóri, Sigrún átti fyrr Halldór Pálsson verkfræðing í Rv., þau skildu, svo Davíð Jóhannesson kaupmann í Rv. (s. k. hans), Ingibjörg átti Davíð Jóhannesson kaupm. í Rv. (f.k. hans), Hjalti verzim., Áslaug skrifst.mær í Rv., Margrét átti Pál Kr. organleikara Pálsson í Hafnarfirði, og Steinunn átti Benedikt fulltrúa Stefánsson í Rv. Kona 2 (17. júní 1933): Jóhanna (f. 21. apr. 1895) Jónasdóttir í Rimhúsum undir Eyjafjöllum, Jónassonar. Dóttir þeirra: Þuríður (Br7.; o. fl.).
. Bóndi, umboðsmaður. Foreldrar: Árni Sigurðsson í Höfnum á Skagaströnd og fyrri kona hans Margrét Guðmundsdóttir í Skyttudal og víðar, Árnasonar. Lauk gagnfræðaprófi á Möðruvöllum 1893. Bjó á Höfðahólum á Skagaströnd og var síðan kenndur við þann bæ. Fluttist til Reykjavíkur og átti þar heima um aldarfjórðung, til æviloka.
Umboðsmaður Þingeyraklaustursjarða frá 7. júní 1905 til 29. júní 1910. Lét stjórnmál mjög til sín taka, einkum í Húnaþingi.
Kona 1 (11. nóv. 1895): Ingibjörg (d. 1931) Pálsdóttir á Ytri-Skál í Köldukinn og Réttarholti á Skagaströnd, Ólafssonar. Börn þeirra: Árni stýrimaður (dáinn), Steindór skipstjóri, Sigrún átti fyrr Halldór Pálsson verkfræðing í Rv., þau skildu, svo Davíð Jóhannesson kaupmann í Rv. (s. k. hans), Ingibjörg átti Davíð Jóhannesson kaupm. í Rv. (f.k. hans), Hjalti verzim., Áslaug skrifst.mær í Rv., Margrét átti Pál Kr. organleikara Pálsson í Hafnarfirði, og Steinunn átti Benedikt fulltrúa Stefánsson í Rv. Kona 2 (17. júní 1933): Jóhanna (f. 21. apr. 1895) Jónasdóttir í Rimhúsum undir Eyjafjöllum, Jónassonar. Dóttir þeirra: Þuríður (Br7.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.