Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Árnason

(2. nóv. 1764– 5. ágúst 1832)

. Umboðsmaður, hreppstjóri. Foreldrar: Árni Jónsson á Vöglum á Þelamörk og kona hans Guðrún Einarsdóttir. Bóndi á Syðri-Reistará á Galmaströnd við Eyjafjörð.

Efnamaður og á undan sínum tíma um menningarhætti í búskap. Umboðsmaður Möðruvallaklaustursjarða; hreppstjóri lengi. Kona (7. júlí 1789): Sigríður (d. 27. ág. 1834, 75 ára) Benediktsdóttir á Krossastöðum, Guðmundssonar (prests í Grundarþingum, Jónssonar).

Börn þeirra: Anna átti Björn ritstjóra Jónsson á Akureyri, Sigríður fyrri kona Stefáns alþingismanns Jónssonar á Steinsstöðum, Guðrún, Jón (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.