Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Álfsson

(um 1655–1737)

Prestur.

Foreldrar: Síra Álfur Jónsson í Kaldaðarnesi og kona hans Ragnheiður Árnadóttir. F. í Kaldaðarnesi. Stúdent úr Skálholtsskóla 14. apr. 1675. Skrifari Þórðar byskups Þorlákssonar 1679–84 og kenndi jafnframt söng í skólanum veturna 1682–4. Fekk vonarbréf fyrir Heydölum 24. maí 1684. Fór utan samsumars.

Skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 9. okt. 1684. Varð attestatus í guðfræði 30. okt. 1685. Kom til landsins næsta sumar. Hugði að takast á hendur heyrarastarf í Skálholti veturinn 1686–7, en sleppti því við Þórð Þorkelsson Vídalín.

Vígðist 27. febr. 1687 aðstoðarprestur síra Halldórs Eiríkssonar í Heydölum og tók til fulls við því prestakalli 1708, eftir lát hans (afhentur staðurinn í fardögum 1709), en var þá orðinn svo heilsubilaður, að hann varð að fá sér aðstoðarprest, síra Ámunda Pálsson (1709–14).

Eftir það virðist hann þó eigi hafa tekið sér aðstoðarprest fyrr en 1725, síra Sigurð Sveinsson, er hann hélt til dauðadags.

Hann var merkisprestur, frækinn glímumaður og kunni manna bezt söng.

Kona 1: Elín Halldórsdóttir prests í Heydölum, Eiríkssonar.

Dætur þeirra: Gróa kona Hallgríms sýslumanns Jónssonar Thorlaciuss í Berunesi, Ragnheiður kona síra Gísla Gíslasonar á Desjarmýri.

Kona 2 (1700): Gyríður (f. um 1671, d. 1712) Þórðardóttir prests á Þingvöllum, Þorleifssonar.

Börn þeirra: Þórður stúdent á Streiti á Berufjarðarströnd, Hallgerður kona síra Sigurðar Sveinssonar í Heydölum. Báðar konur síra Árna sturluðust á geðsmunum (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.