Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Árni Vídalín (Geirsson)
(12. jan. 1796–S5. júlí 1834)
Stúdent.
Foreldrar: Geir byskup Vídalín og kona hans Sigríður Halldórsdóttir prests í Hítardal, Finnssonar. F. á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Fór utan 1818 til þess að lesa dönsk lög, en stóðst ekki prófið (þ. e. viðbúnaðarpróf). Kom heim 1820 og var hjá foreldrum sínum, til þess er faðir hans andaðist, 1823 (mun á þeim tíma, 1822, hafa fengið stúdentsvottorð hjá föður sínum, þótt ekki sé það nú til), var hjá móður sinni eftir það, en í Odda (hjá síra Helga G. Thordersen) 1825–T til lækninga, var þá slagaveikur.
Bjó í Króktúni hjá Stórólfshvoli 1827–31, síðan á Brandsstöðum og lítinn tíma að Miðhúsum í Reykhólasveit. Burðamaður og ágætur sundmaður, góðmenni, en drykkfelldur mjög.
Kona (10. nóv. 1827): Steinunn (d. 23. maí 1866) Pálsdóttir prests á Stað á Reykjanesi, Hjálmarssonar (hún átti síðar síra Daða Jónsson á Söndum í Dýrafirði, d. 1837, og var s.k. hans).
Börn þeirra Árna, er upp komust: Geir (f. 26. mars 1829, d. 25. sept. 1860, var í latínuskóla, en hætti námi vegna heilsuleysis), Ingibjörg (f. 23. sept. 1831, d. 1913) átti Sigurð söðlasmið Jónsson að Haukagili í Hvítársíðu, Friðrik (f. 19. okt. 1833, d. 1854), drukknaði af þilskipi úr Dýrafirði, ókv. og bl., Árni (f. eftir lát föður síns), drukknaði með móðurbróður sínum, síra Ólafi í Otradal, ókv. og bl. (HÞ.).
Stúdent.
Foreldrar: Geir byskup Vídalín og kona hans Sigríður Halldórsdóttir prests í Hítardal, Finnssonar. F. á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Fór utan 1818 til þess að lesa dönsk lög, en stóðst ekki prófið (þ. e. viðbúnaðarpróf). Kom heim 1820 og var hjá foreldrum sínum, til þess er faðir hans andaðist, 1823 (mun á þeim tíma, 1822, hafa fengið stúdentsvottorð hjá föður sínum, þótt ekki sé það nú til), var hjá móður sinni eftir það, en í Odda (hjá síra Helga G. Thordersen) 1825–T til lækninga, var þá slagaveikur.
Bjó í Króktúni hjá Stórólfshvoli 1827–31, síðan á Brandsstöðum og lítinn tíma að Miðhúsum í Reykhólasveit. Burðamaður og ágætur sundmaður, góðmenni, en drykkfelldur mjög.
Kona (10. nóv. 1827): Steinunn (d. 23. maí 1866) Pálsdóttir prests á Stað á Reykjanesi, Hjálmarssonar (hún átti síðar síra Daða Jónsson á Söndum í Dýrafirði, d. 1837, og var s.k. hans).
Börn þeirra Árna, er upp komust: Geir (f. 26. mars 1829, d. 25. sept. 1860, var í latínuskóla, en hætti námi vegna heilsuleysis), Ingibjörg (f. 23. sept. 1831, d. 1913) átti Sigurð söðlasmið Jónsson að Haukagili í Hvítársíðu, Friðrik (f. 19. okt. 1833, d. 1854), drukknaði af þilskipi úr Dýrafirði, ókv. og bl., Árni (f. eftir lát föður síns), drukknaði með móðurbróður sínum, síra Ólafi í Otradal, ókv. og bl. (HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.