Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Vigfússon

(um 1773–8. febr. 1803)

Stúdent.

Foreldrar: Vigfús sýslumaður Jónsson í Þingeyjarþingi og kona hans Halldóra Sæmundsdóttir. F. að Héðinshöfða. Gekk í Reykjavíkurskóla eldra 1788–9, en haustið 1789 í Hólaskóla og var þar 4 vetur (til 1793), fór síðan utan og gekk í Hróarskelduskóla, stúdent þaðan 1796, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 7. nóv. s. á., með 1. einkunn, en hinum málfræðilega hluta 2. lærdómsprófs lauk hann 12. apr. 1797 og hinum heimspekilega hluta 14. okt. s. á., hvorum tveggja með 1. einkunn. Talinn efnilegur námsmaður, en fálátur og þögull.

Stundaði síðan nám í hinu lærða seminarium (málfræði), en andaðist úr brjóstveiki á Friðriksspítala, ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.