Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Vigfússon

(um 1637– um 1670)

Prestur.

Foreldrar: Vigfús Árnason að Hofi í Vopnafirði og kona hans Valgerður Skúladóttir á Eiríksstöðum í Svartárdal, Einarssonar.

Stúdent úr Hólaskóla um 1658–9. Kjörinn til prests að Hólmum í Reyðarfirði 11. nóv. 1660, vígðist 30. dec. s.á., en fekk veitingarbréf frá byskupi 2. jan. 1661, þjónaði jafnframt Mjóafjarðarprestakalli til 1663.

Skömmu síðar mun síra Árni hafa veikzt (um 1666) og tekið sér (1667) aðstoðarprest (síra Guttorm Sigfússon), en haustið 1668 sagði hann lausu prestakallinu frá fardögum 1669, með nánari skilmálum. Ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.