Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Tómasson

(1738 [1740, Vitæ, og er rangt, sem síðar sést af þessu ævisögubroti] – 14. júlí 1788)

Prestur.

Launsonur Tómasar Tómassonar og Valgerðar (d. 25. sept. 1788, TT ára) Arnbjarnardóttir prests að Undornfelli, Jónssonar. F. að Undornfelli, en eftir lát móðurbróður síns, síra Jóns Arnbjarnarsonar, fluttist hann með móður sinni og Jóni stúdent, móðurbróður sínum, að Marðarnúpi (1742) og síðan að 7 árum liðnum með þeim að Stóru Giljá. Tekinn í Hólaskóla 1755, stúdent 19. maí 1763. Talinn tregur til náms, en mjög kostgæfinn. Skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 20. dec. 1763, lauk embættisprófi í guðfræði 18. mars 1767, með 2. einkunn, kom út hingað s.á. og dvaldist með móðurbróður sínum að Stóru Giljá.

Fekk Bægisá 29. febr. 1768, vígðist 8. maí s.á. og var þar til dauðadags. Drukknaði í Akureyrarhöfn. Gestrisinn og góðgerðasamur fátæklingum.

Kona (8. nóv. 1773): Helga (d. að Stóru Giljá 28. jan. 1800, 64 ára) Jónsdóttir prests að Myrká, Ketilssonar.

Börn þeirra: Jón (f . 19. dec. 1774, d. 31. ág. 1798), lærði um tíma í Hólaskóla, bjó að Stóru Giljá, Arnbjörn stúdent að Stóra Ósi í Miðfirði, Þorbjörg (d. 1779, ung) (Vitæ ord.; HÞ. Guðfr.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.