Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Thorsteinson

(5. apríl 1828–29. nóv. 1907)

Landfógeti.

Foreldrar: Bjarni amtmaður Þorsteinsson og kona hans Þórunn Hannesdóttir byskups, Finnssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1844, stúdent úr Reykjavíkurskóla 1847, með 73 st. í 12 námsgr. Tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1847–8, með 2. einkunn, lögfræðapróf 19. júní 1854, með 2. einkunn í báðum prófum (99 st.). Fekk Snæfellsnessýslu 31. mars 1856, varð land- og bæjarfógeti í Rv. 18. febr. 1861, landfógeti eingöngu, er embættin voru aðgreind, 31. jan. 1874, fekk lausn 9. sept. 1904, enda var þá embættið lagt niður.

Varð kanzellíráð 26. maí 1867, r. af dbr. 2. ág. 1874, dbrm. 26. júní 1895, k.2 af dbr. 9. sept. 1904. Kkj. alþm. 1877–1903).

Var einn aðalstofnanda fornleifafélagsins og forseti þess frá byrjun til æviloka. Stóð að stofnun sparisjóðs Rv. Bæjarfulltrúi í Rv. 1875–81. Gegndi stundum „ dómarastörfum í landsyfirdómi. Forseti í samein. alþ. 1885, í Ed. 1886–7 og 1893–1904. Stóð mest manna að stofnun spítala í Rv. Frægur var og lengi blóma- og trjágarður, sem hann kom upp við hús sitt í Rv. Var í flestu nytsemdarmaður mikill. Ritstörf: Laxkynjaðir fiskar og fiskrækt (sérpr. úr Tímariti bmf. 1881), Súrhey, Rv. 1887; Goðhóll (í Verhandl. d. Berl. anthropol. Ges. 1894) o. fl. (sjá um handrit Lbs.).

Kona (18. sept. 1861): Sofía Hannesdóttir kaupmanns Johnsens (Steingrímssonar byskups, Jónssonar).

Börn þeirra: Hannes bankastjóri, Þórunn átti Franz sýslumann Siemsen, Árni tónskáld, Sigríða ur f.k. Páls aðaldómara Einarssonar, Bjarni var heilsubilaður frá fæðingu (Tímar. bmt. 1882; BB. Sýsl.; Sunnanfari VI; Andvari, 33. árg.; Ægir, 3. árg.; KIlJ. Lögfr.; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.