Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Thorlacius (Ólafsson)

(12. maí 1802–29. apr. 1891)

Kaupmaður.

Foreldrar: Ólafur kaupm. Thorlacius (Þórðarson) í Bíldudal og kona hans Guðrún Oddsdóttir lögréttumanns Hjaltalíns að Reyðará (Rauðará). Lærði verzlunarfræði í Kh., setti síðan upp veræzlun í Stykkishólmi og hafði miklar framkvæmdir, en lét af kaupskap og lifði síðan af eignum sínum. Var lengi umboðsmaður Arnarstapaumboðs, en lét af því starfi 1882. Var þrívegis settur sýslumaður í Snæfellsnessýslu (1855–6, 1861–3, 1869–T1). Var auðmaður og höfðingi, fróður á innlend fræði (sjá Lbs.).

Kona: Anna Magdalena (d. 2. apr. 1894) dóttir Daníels kaupmanns Steenbachs í Önundarfirði, en hann var norskur.

Börn þeirra, sem upp komust: Daníel (Ólafur Daníel Theodór) kaupm. í Stykkishólmi, Anna María Guðrún átti Egil Egilson (þ. e. Sveinbjarnarson) verzlunarstjóra, Ólína s.k. sama manns, Antonía Jósefína átti Boga sýslumann Thorarensen að Staðarfelli, Ólafur Kristján Þorleifur leikritahöfundur að Sellóni (Sunnanfari V; BB. Sýsl.; Minningarrit stýrimsk., Rv. 1941).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.