Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Sívertsen

(2. sept. 1769–2. mars 1814)

Lögfræðingur.

Foreldrar: Sigurður alþingisskrifari Sigurðsson að Hlíðarenda í Fljótshlíð og kona hans Helga Brynjólfsdóttir sýslumanns Thorlaciuss. F. að Hlíðarenda. Eftir lát föður síns (1780) var hann tekinn til fósturs af síra Markúsi Magnússyni í Görðum á Álptanesi, sem um þær mundir kvæntist systur hans. Hann var tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1786 og varð stúdent þaðan 2. júní 1789, talinn hafa gáfur í skarpara lagi og iðinn, fór utan árið eftir og var skráður í stúdentatölu 6. nóv. 1790 með 2. einkunn, tók heimspekipróf 1791, með 2. einkunn, og lauk prófi í lögfræði með 2. einkunn 7. júní 1794.

Komst að í kanzellíinu og varð þar undirkanzellisti 30. maí 1800 og 18. júlí s.á. kanzellísekreteri að nafnbót; jafnframt var hann styrkþegi Árnasjóðs 1% ár (til 1800). Jarðamatsnefnd var skipuð 18. júní 1800, og var Árni einn þeirra, er í hana voru kvaddir; starfaði hann í henni, þangað til hún var afnumin með úrskurði konungs 4. júlí 1806. Fulltrúi í hinni íslenzku deild rentukarnmersins varð hann 18. dec. 1807. Skipaður 13. maí 1813 einn nefndarmanna til að íhuga peningamál landsins. Kom þá hingað um sumarið, fór utan aftur um haustið og andaðist í Kh. úr gulu.

Kona: Elisabet Magdalena Flor.

Börn þeirra: María, Arnetta (óg. og bl.), Agatha hélt skóla í Lyngby með Arnettu systur sinni, Sivert, Karl (eða Carl) Adam skólakennari (Tímar. bmf. 1882; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.