Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Sæmundsson

(–1623)

Sýslumaður.

Foreldrar: Sæmundur sýslumaður Árnason að Hóli í Bolungarvík og kona hans Elín Magnúsdóttir sýslumanns prúða Jónssonar. Bjó fyrst að Hofgörðum, en síðar að Arnarstapa, er hann hafði gerzt umboðsmaður föður síns í því umboði og Snæfellsnessýslu. Talið er, að áður hafi hann haldið Hnappadalssýslu.

Hann féll af hestbaki, og varð það bani hans.

Kona: Guðrún Nikulásdóttir lögréttumanns og skálds í Brekkubæ, Oddssonar.

Börn þeirra: Hákon að Hofgörðum, Guðný óg. og bl. Guðrún ekkja Árna átti síðar Pál sýslumann Erlendsson að Hofgörðum (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.