Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Árni Sveinsson
(27. maí 1858 –5. febr. 1939)
Kaupmaður o. fl.
Foreldrar: Sveinn Ólafsson að Mýrarhúsum í Eyrarsveit og kona hans Margrét Árnadóttir á Sveinsstöðum, Bjarnasonar.
Lauk trésmíðanámi í Rv. 1882).
Stundaði síðan í 5 ár smíðar og verzlun í Önundarfirði. Fluttist 1887 til Ísafjarðar, var næsta vetur í verzlunarskóla í Kh., þá 1 vetur barnakennari í Hnífsdal. Rak síðan verzlun og útgerð í Ísafirði og kom nálega við öll málefni bæjarfélagsins.
Fluttist til Rv. 1915 og varð forstöðumaður klæðaverksmiðjunnar Iðunnar, stundaði þar að síðustu bókhald og skriftir.
Kona 1 (1889): Guðrún Brynjólfsdóttir í Hjarðardal í Önundarfirði, Guðmundssonar.
Börn þeirra: Ragnar yfirlögregluþjónn í Wp., Lára átti Steingrím rafmagnsstjóra Jónsson í Rv., Árni kaupm. í Rv.
Kona 2: Jóhanna Gísladóttir (systir Þorsteins ritstjóra), ekkja Vilhjálms kaupm. Olgeirssonar; þau Árni bl. (Óðinn XXVI; Br7.; Tímar. iðn.manna, 3. árg.; (9; Al).
Kaupmaður o. fl.
Foreldrar: Sveinn Ólafsson að Mýrarhúsum í Eyrarsveit og kona hans Margrét Árnadóttir á Sveinsstöðum, Bjarnasonar.
Lauk trésmíðanámi í Rv. 1882).
Stundaði síðan í 5 ár smíðar og verzlun í Önundarfirði. Fluttist 1887 til Ísafjarðar, var næsta vetur í verzlunarskóla í Kh., þá 1 vetur barnakennari í Hnífsdal. Rak síðan verzlun og útgerð í Ísafirði og kom nálega við öll málefni bæjarfélagsins.
Fluttist til Rv. 1915 og varð forstöðumaður klæðaverksmiðjunnar Iðunnar, stundaði þar að síðustu bókhald og skriftir.
Kona 1 (1889): Guðrún Brynjólfsdóttir í Hjarðardal í Önundarfirði, Guðmundssonar.
Börn þeirra: Ragnar yfirlögregluþjónn í Wp., Lára átti Steingrím rafmagnsstjóra Jónsson í Rv., Árni kaupm. í Rv.
Kona 2: Jóhanna Gísladóttir (systir Þorsteins ritstjóra), ekkja Vilhjálms kaupm. Olgeirssonar; þau Árni bl. (Óðinn XXVI; Br7.; Tímar. iðn.manna, 3. árg.; (9; Al).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.