Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Snorrason

(4. maí 1768–28. febr. 1833)

Prestur.

Foreldrar: Síra Snorri Björnsson í Hofstaðaþingum og kona hans Steinunn Sigurðardóttir. F. að Hólum í Hjaltadal. Tekinn í Hólaskóla 1782, stúdent þaðan 25. maí 1789. Var síðan ýmist með foreldrum sínum á Hjaltastöðum eða á Flugumýri hjá Steinunni Arnórsdóttur, ekkju Árna byskups Þórarinssonar, og kenndi unglingum undir skóla.

Vígðist 7. júní 1795 aðstoðarprestur síra Sigfúsar Sigurðssonar að Felli í Sléttahlíð og fekk það prestakall 27. nóv. 1796, við uppgjöf síra Sigfúsar.

Hafði síðan um tíma Fljótaumboð og Sléttahlíðarumboð, fekk Tjörn í Svarfaðardal 10. ágúst 1814, fluttist þangað vorið eftir og var þar til dauðadags. Mikill maður vexti, fríður sínum, nokkuð stórlyndur, en rausnarmaður og gestrisinn, búhöldur góður og enginn veifiskati.

Kona (1793): Guðrún (f. um 1765, d. 30. júní 1842 að Öxnafelli) Ásgrímsdóttir að Ásgeirsbrekku, Þorlákssonar.

Börn þeirra: Magnús smiður að Öxnafelli og hreppstjóri (d. 1868), Ásgrímur að Neðra Ási í Hjaltadal (d. í Hofstaðaseli 1870), Steinunn f. k. Þorleifs Sveinssonar að Yzta Mói í Fljótum, Sigríður s. k. sama manns, Guðrún f.k. síra Magnúsar Sigurðssonar á Gilsbakka (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.