Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Skaftason

(26. júní 1693–27. ág. 1770)

Prestur.

Foreldrar: Skafti (d. 25. ág. 1722) lögréttumaður Jósepsson á Þorleiksstöðum í Blönduhlíð og kona hans Guðrún Steingrímsdóttir á Auðólfsstöðum, Guðmundssonar. F. á Þorleiksstöðum. Tekinn í Hólaskóla 1708, varð stúdent 1715. Var síðan 1 ár hjá foreldrum sínum, en þá skrifari hjá Oddi lögmanni Sigurðssyni, sem veitti honum Sauðanes 1717 (í apríl), vígðist s. á. og átti þar heima til dauðadags, síðasta árið (1769) tók hann sér aðstoðarprest. Hann var maður fríður sýnum, burðamaður mikill sem þeir föðurfrændur hans, vel að sér, búmaður góður, söngmaður ágætur og kunni söngreglur flestum mönnum betur.

Kona 1 (1717): Valgerður (d. 2. mars 1748) Pétursdóttir, ekkja fyrirrennara hans, síra Kristjáns Bessasonar.

Börn þeirra, er upp komust: Síra Skafti að Hofi í Vopnafirði, Guðbrandur átti fyrr Sigríði eldri Hjörleifsdóttur prests á Valþjófsstöðum, Þórðarsonar, síðar Guðrúnu Gunnlaugsdóttur, Helga s.k. Högna Eiríkssonar á Þorbrandsstöðum og Bakka á Langanesströndum.

Kona 2 (23. nóv. 1749): Guðrún Árnadóttir frá Ásbrandsstöðum í Vopnafirði; áttu þau 2 börn, sem dóu ung. Síðan átti Guðrún ekkja síra Árna eftirmann hans, síra Gísla Magnússon, síðar prest í Arnarbæli (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.