Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Skaftason

(1. nóv. 1756–16. febr. 1809)

Prestur.

Foreldra: Síra Skafti Árnason að Hofi í Vopnafirði og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir prests að Hofi, Eiríkssonar. F. að Skálum á Langanesi. Var tekinn vikugamall í fóstur af föðurföður sínum, síra Árna Skaftasyni í Sauðanesi og ólst upp hjá honum og síðar ekkju hans, Guðrúnu Árnadóttur. Var tekinn í Hólaskóla 1776 (1775, Vitæ, og er það rangt), stúdent þaðan 25. febr. 1780, fór síðan til fósturforeldra sinna að Sauðanesi og fluttist með þeim að Arnarbæli í Ölfusi (1784), fekk Kaldaðarnes 4. dec. 1786, vígðist 10. júní 1787 og bjó í Kálfhaga, en fekk Háls í Hamarsfirði 24. okt. 1794 og fluttist þangað vorið 1795. Hann drukknaði niður um ís á Berufjarðarleirum.

Kona 1 (1793): Steinunn (d. 1794 af barnsförum) Sveinsdóttir prests í Hraungerði, Halldórssonar.

Kona 2 (10. júní 1795): Helga (f. um 1775, d. 30. mars 1855) Vigfúsdóttir sýslumanns í Þingeyjarþingi, Jónssonar.

Börn þeirra: Hannes lyfsali, bjó síðast í Syðri Görðum (Hofgörðum) í Staðarsveit (d. 28. júní 1845), Katrín s.k. Jóns lausamanns Jónssonar (þau skildu), átti síðan danskan klæðskera á Akureyri, 7.7. H. Boddy, Vigfús (d. ungur), Guðrún, óg., átti laundóttur, Guðfinna vel hagorð, almennt nefnd „Stóra-Finna“, óg., átti launson, Steinunn, var aumingi, málhölt, d. bl., Guðríður. Eftir lát síra Árna átti ekkja hans laundóttur með kvæntum manni, lenti á flækingi og óláni (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.