Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Sigurðsson

(um 1640–1724)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigurður Árnason yngri á Skorrastöðum og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Var að námi hjá síra Guðmundi Lárentíussyni að Stafafelli veturinn 1657–8, gekk þá í Skálholtsskóla, stúdent þaðan 1664, vígðist aðstoðarprestur föður síns 7. apr. s. á., en fekk veiting fyrir Skorrastöðum 1. júlí 1668, við uppgjöf föður síns, og hélt til 1720. Hann fekk sér aðstoðarprest 1689, Torfa Bergsson, og átti hann jafnframt að þjóna Mjóafirði, er síra Sigfús Vigfússon neitaði að þjóna lengur, en síra Torfi drukknaði 1720, og mun þá síra Árni hafa sleppt staðarforráðum, með nánari skilmálum.

Kona: Ragnhildur (f, um 1643) Guðmundsdóttir prests að Stafafelli, Lárentíussonar.

Börn þeirra: Síra Guðmundur á Hallormsstöðum, Guðrún átti síraTorfa Bergsson, Guðrún yngri, Sigurður, Páll, Sigríður (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.