Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Sigurðsson

(um 1579– um 1638)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigurður Árnason eldri á Skorrastöðum og kona hans Þórdís Árnadóttir á Bustarfelli, Brandssonar. Fluttist ungur með föður sínum að Skorrastöðum (um 1582), varð prestur þar eftir hann 1609 (að fullu 1610) og var þar til dauðadags.

Börn hans: Síra Sigurður yngri á Skorrastöðum, Eiríkur á Hallfreðarstöðum, Andrés, Guðbjörg átti fyrst síra Ívar Haraldsson í Mjóafirði, síðan Kolla Björnsson í Brimnesi, síðast Jón Jónsson í Berunesi, Margrét (d. 1675) átti Hildibrand Eiríksson að Ekkjufelli, Sesselja átti Sigurð Árnason að Sandbrekku, Þórdís átti Jón Sigurðsson Í - Jórvík (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.