Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Sigurðsson

(7. mars 1835 – 17. júlí 1886)

. Hreppstjóri.

Foreldrar: Sigurður hreppstjóri Árnason í Höfnum á Skaga og seinni kona hans Sigurlaug Jónasdóttir á Gili, Jónssonar, Naut heimakennslu í æsku og varð vel að sér. Bóndi í Eyjarkoti 1857–59, en síðan í Höfnum til æviloka. Mikill búhöldur og fésæll, rausnarsamur, höfðingi í lund og skörungur. Hýsti Hafnir stórmannlega og bætti mjög varpið að umhirðu allri. Hreppstjóri um hríð og fyrstur oddviti í Vindhælishreppi (1874– 1877); sýslunefndarmaður frá 1880 til æviloka. Kona 1: Margrét (d. 15. júlí 1878, 46 ára) Guðmundsdóttir í Skyttudal, Árnasonar. Börn þeirra: Síra Arnór í Hvammi í Laxárdal, Sigurður, var við nám í lærða skólanum, fór svo til Vesturheims, Halldór sýsluskrifari og verzlunarmaður fór til Vesturheims, Árni í Höfðahólum, Sigurlaug átti síra Ludvig Knudsen á Breiðabólstað í Vesturhópi. Kona 2: Jóninna Þórey (Í. 14. okt. 1852) Jónsdóttir á Espihóli, Sigfússonar. Börn þeirra: z Sigurður í Höfnum, Margrét átti Pál Vídalín sýslumann Bjarnason (M.B,; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.