Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Sigurðsson

(1768–17. dec. 1838)

Skáld.

Foreldrar: Sigurður Ólafsson á Kjarna í Eyjafirði og kona hans Sigríður Einarsdóttir (systir síra Magnúsar skálds að Tjörn). Bjó að Skútum á Þelamörk. Eftir hann eru pr. rímur af Sigurði fót og Ásmundi Húnakongi, Ak. 1858 (sjá og Lbs.).

Kona: Guðrún Sigurðardóttir í Kristnesi og Reykhúsum (Hallssonar).

Börn þeirra: Mikael að Skútum, Hallgrímur að Heiðarhúsum, Rósa átti Gísli Jónsson bónda á Svalbarðsströnd, Guðmundur á Þórustöðum á Svalbarðsströnd, Guðrún átti Pétur Bjarnason í Fagranesi í Öxnadal (Ættbækur, einkum PZ.: Ættir Skagf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.