Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Sigurðsson

(13. sept. 1893–20. ágúst 1949)

. Prestur.

Foreldrar: Sigurður (d. 9. ágúst 1950, 82 ára) Þorsteinsson í Gerðiskoti í Árnessýslu (kenndur við Flóagafl) og kona hans Ingibjörg (d. 21. júlí 1950, 82 ára) Þorkelsdóttir í Óseyrarnesi, Jónssonar. Stundaði efnafræðinám og -rannsóknir hjá Ásgeiri Torfasyni efnafræðing 1912–13. Stúdent í Reykjavík (utan skóla) 1916 með eink. 5,23 (68 st.). Lauk guðfræðiprófi í Háskóla Íslands 13. febr. 1920, með 1. einkunn (125 st.).

Nam trúarheimspeki og trúarbragðasögu við háskóla í Kh. og Uppsölum í tvö háskólamisseri 1920–21. Kosinn prestur fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík vorið 1922; staðfest 23. júní og vígður 27. júní s.á. Gegndi því starfi til æviloka. Prófdómari í guðfræðideild Háskóla Íslands 1938 og síðan. Sáttanefndarmaður í Reykjavík. í stjórn Prestafélags Íslands 1936 og síðan, í framkvæmdanefnd Stórstúku Íslands um nokkur ár, R. af fálk. 17. júní 1947.

Ritstörf: Fagnið komu frelsarans, Rv. 1923; Góði hlutinn, Rv. 1923; „Sjá, hermenn drottins hníga“, Rv. 1923; Evangeliskt viðhorf, Rv. 1925; Ef Guð er með oss, Ak. 1947; Kjartan Jóhannsson, Rv. 1932; Við kistu ókunna sjómannsins, Rv. 1933.

Ennfr. greinar og hugvekjur í tímaritum, sjá Bj.M.: Guðfr.

Gaf út: Barnavers úr Passíusálmum, Rv. 1934; 35 sálmar, Rv. 1936. Kona (10. ág. 1922): Bryndís (f. 10. dec. 1899) Þórarinsdóttir prests á Valþjófsstað, Þórarinssonar. Börn þeirra: Ragnheiður átti Ísak Sigurgeirsson, Ingibjörg átti Þórarin Sveinsson, Þórarinn (BjM. Guðfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.