Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Sigmundsson

(16. öld, d. fyrir 1573)

Prestur.

Faðir hans líklega Sigmundur Árnason í Ásgarði í Grímsnesi eða síra Sigmundur Jónsson á Snæúlfsstöðum. Getur fyrst í skjölum 1533, og hefir hann þá líklega verið prestur í Rangárþingi, en mun hafa fengið Þingvelli s. á. (eða 1534), næst eftir Alexíus Pálsson, sem orðið hefir ábóti í Viðey 1532, þótt sagt sé (í JH. Pr.), að Eyjólfur nokkur, faðir Ögmundar bónda (má vera Eyjólfur Jónsson á Hjalla) hafi haldið staðinn í milli þeirra og afhent hann síra Árna. Þar var síra Árni til dauðadags (líklega 1572). Síra Árni hafði og bú að Neðri Brú í Grímsnesi, sem er kirkjujörð frá Þingvöllum.

Kona: Védís.

Dóttir þeirra: Gyríður átti Gottskálk á Geirseyri, Sturluson, Eyjólfssonar á Hjalla (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.