Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Sandholt

(31. okt. 1814–3. sept. 1869)

Kaupmaður.

Foreldrar: Óli Egilsson Sandholt (d. 9. jan. 1835), verzlunarstjóri, og síðari kona hans Guðrún Árnadóttir (Reynistaðarmágs), Jónssonar. F. í Rv., fluttist með foreldrum sínum til Keflavíkur 1817 og þaðan að Búðum á Snæfellsnesi 1832;. hafði áður numið í heimaskóla hjá síra Árna Helgasyni 6 vetur (1826–32), en hætti nú námi og fekk aldrei stúdentsvottorð.

Hann varð verzlunarmaður í Ólafsvík 1833, en fluttist aftur að Búðum eftir lát föður síns og gerðist þar verzlunarstjóri. Fór til Kh. 1840, var ýmist þar eða að Búðum, þangað til hann fluttist alfari til Kh. með konu og börn 1846 og átti þar síðan heima til dauðadags, en kom oftast á hverju sumri til landsins, til þess að líta eftir verzlun þeirri, er hann rak í mörg ár vestanlands í félagi við mág sinn Hans A. Clausen agent, síðar etatsráð (sem átti Ásu, systur hans). Á einni slíkri ferð veiktist hann á Ísafirði og and- ' aðist þar eftir 7 vikna legu; var lík hans flutt til Kh. og jarðsett þar. Hann var maður stórauðugur.

Kona (3. apr. 1838): Metta (f. 14. júlí 1815) Guðmundsdóttir verzlunarstjóra að Búðum, Guðmundssonar.

Dætur þeirra: Guðrún átti Preben Scheel greifa, Ólína átti son Bardenfleths stiftamtmanns, Ingolf F. Bardenfleth, hafnarumsjónarmann á Helsingjaeyri, f.k. hans (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.