Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Rögnvaldsson

(um 1640–um 1678)

Bóndi.

Foreldrar: Síra Rögnvaldur Einarsson að Hólmum og kona hans Guðrún yngri Árnadóttir sýslumanns að Eiðum, Magnússonar. Var 5 vetur (1652–7) til kennslu hjá síra Guðmundi Lárentíussyni að Stafafelli og virðist hafa verið tekinn í Skálholtsskóla haustið 1657, en óvíst er, hvort hann hefir orðið stúdent. Hann bjó síðan í Reyðarfirði eða Eskifirði. Guðrúnar, dóttur hans, getur í jarðabók Múlaþings 1695 (AM. 463, fol.), á þá leið, að hún hafi 1679 erft nokkuð eftir hann í Eskifirði, og gæti hún verið sú Guðrún, er þar býr 1703, þótt ekki sé það víst (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.