Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Pétursson

(17. og 18. öld)

Lögréttumaður, skáld.

Foreldrar: Pétur Jónsson á Skáldsstöðum í Eyjafirði og kona hans Ingiríður Jónsdóttir.

Bjó fyrst á Svertingsstöðum í Eyjafirði, en síðar á Illugastöðum í Fnjóskadal. Eftir hann er kv. pr. í skautaljóðakveðskap.

Kvæði til í Lbs.

Kona: Hildur Ormsdóttir á Finnsstöðum í Kinn (Bjarnasonar prests á Helgastöðum, Jónssonar).

-Börn: Pétur að Steinkirkju, Solveig átti Jón Höskuldsson í Hjaltadal í Fnjóskadal, Jórunn s.k. Hallgríms Sigurðssonar á Svalbarði, Guðrún átti Tómas Ólafsson á Landamóti (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.