Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Pálsson

(29. júní 1859– 21. jan. 1941)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Páll (d. 16. jan. 1870, 35 ára) hreppstjóri Guðmundsson á Selalæk á Rangárvöllum og kona hans Þuríður Þorgilsdóttir á Rauðnefsstöðum, Jónssonar. Fæddur á Þingskálum.

Bóndi á Hurðarbaki í Flóa.

Dugnaðarmaður í bændastétt 2 og forustumaður í sveit sinni.

Hreppstjóri í 51 ár, sýslunefndarmaður nokkrum árum skemur. Kona (26. maí 1887): Guðrún ( d. 1915, 53 ára) Sigurðardóttir í Vælugerði í Flóa, Arnbjarnarsonar. Börn þeirra: Magnús hreppstjóri í Flögu í Flóa, Páll á Litlu-Reykjum, Guðmundur sjómaður í Rv., Sigfús trésmiður á Eyrarbakka, Ólafur fiskimatsmaður í Rv., Jón trésmiður í Rv., Árni verkamaður í Rv., Helgi í Hveragerði, Theódór í Vestmannaeyjum, Þuríður átti Guðmund Gíslason á Hurðarbaki, Björg átti Þórarin Sigurðsson í Kolsholti í Flóa (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.