Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Oddsson

(16. og 17. öld)

Sýslumaður.

Foreldrar: Oddur Bjarnason (líkl. að Hofgörðum, sem einnig voru nefndir Miðgarðar, síðast Syðstu Garðar) og kona hans (ónefnd) Einarsdóttir prests á Stað á Ölduhrygg, Snorrasonar. Fór utan 1554, með Marteini byskupi, móðurbróður sínum, og kom með honum næsta ár. Fekk Dalasýslu 1563 og hélt a.m.k. til 1593; talið er að hann hafi síðan gegnt sýslustörfum í Snæfellsnessýslu. Bjó að Hofgörðum, en fluttist háaldraður norður að Eyrarlandi, til sonar síns; er á lífi 1604.

Kona 1 (1655, utanlands): Dóróthea Lafranzdóttir, talin þýzkrar ættar.

Börn þeirra: Guðmundur í Drápuhlíð, Daði sýslumaður á Eyrarlandi.

Kona 2: Inga Jónsdóttir prests í Gufudal, Þorleifssonar, ekkja síra Halldórs Einarssonar í Selárdal; þau Árni bl. (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.