Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Oddsson

(1592–10.mars 1665)

Lögmaður.

Foreldrar: Oddur byskup Einarsson og kona hans Helga Jónsdóttir sýslumanns á Holtastöðum, síðast á Grund, Björnssonar. Hann fór utan til háskólans 1609 og var þar að námi 3 ár. Var þar andmælandi við dispútatíu 1.. apr. 1612. Þegar hann kom til landsins varð hann rektor í Skálholti 3 ár (1612–15). Lagði stund á lögvísi. Var utanlands fyrir föður sinn veturinn 1617–18 í málaferlum hans og hirðstjórans Herlufs Daas. Síðan gerðist hann Skálholtsstaðarráðsmaður, líkl. 1619, og bjó að Miðfelli, en í Haukadal 1632.

Hann varð lögmaður með hlutkesti 1631 (staðfest af konungi 1. mars 1632). Varð og sýslumaður í Árnessýslu 4. okt. 1634 og hélt a. m. k. fram á næsta ár.

Reynistaðarklaustur hélt hann frá 1634 til dauðadags. En lögmannsdæmi sagði hann af sér 24. júní 1663. Hann er talinn um hríð hafa búið á Holtastöðum í Langadal, en allan síðara hluta ævinnar að Leirá, og þar andaðist hann í laug. Hann þókti heldur stórbrotinn framan af ævi, og urðu þung málaferli í milli hans og frænda hans, Vigfúsar sýslumanns Gíslasonar, en hann stilltist með aldri og hafði almenningslof. Lagði út úr dönsku „Um eilífa útvalning“ eftir Kort Axelsen, en þýðingin brann í Skálholti 24. febr. 1630.

Kona 1 (1613): Helga (d. 11. nóv. 1616) Jónsdóttir sýslumanns Vigfússonar að Galtalæk; þau bl.

Kona 2 (1617): Þórdís (d. 1. sept. 1670, 70 ára) Jónsdóttir að Sjávarborg, Jónssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Jón á Holtastöðum (d. 1685, bl.), Sigurður í Leirárgörðum (d. 14. júní 1690, á 68. ári), Helga átti síra Þórð Jónsson í Hítardal, Jón yngri (d. að Leirá 11. jan. 1666) (Safn 1; BB. Sýsl.; PEÓL. Mm.; Saga Ísl. VSSEID SS).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.