Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Magnússon

(– –1632)

Sýslumaður.

Foreldrar: Magnús að Eiðum Vigfússon (sýslumanns, Þorsteinssonar) og kona hans Ólöf Eiríksdóttir að Ási í Fellum, Snjólfssonar. Er orðinn sýslumaður í Múlaþingi 1601, og mun hann hafa haldið það til æviloka, en þó stundum hluta þess. Bjó að Eiðum.

Kona: Guðrún Jónsdóttir að Svarfhóli í Laxárdal, Ólafssonar.

Börn þeirra: Jón, síra Vigfús að Hofi í Vopnafirði, Guðrún átti síra Eirík Ketilsson í Vallanesi, Guðrún (önnur) átti síra Rögnvald Einarsson að Hólmum, Þuríður átti Pál Björnsson (sýslumanns, Gunnarssonar), Helga s.k. Nikulásar Einarssonar í Reykjahlíð (BB. Sýsl.)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.