Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni Magnússon

(– enn á lífi 1621)

Prestur. Ætt ókunn (má vera sonur Magnúsar Þorvarðssonar í Njarðvík). Varð prestur að Hólmum í Reyðarfirði 1583, kemur síðast við skjal að Hólmum 12. ág. 1621.

Kona: Guðbjörg Ásbjarnardóttir (má vera Árnasonar), bróður síra Einars í Vallanesi). Hafði hún áður verið gift manni, sem Oddur hét, og var dóttir þeirra Sesselja gift að Hólmum 4. sept. 1597 Marteini Einarssyni á Ketilsstöðum, Ásmundssonar (HÞ).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.